fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Atvikið umdeilda sem tryggði United sigur á Liverpool – Dýfa eða brot?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. janúar 2021 09:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann í gær sterkan 3-2 sigur gegn Liverpool í enska bikarnum. Leikið var á Old Trafford í Manchester. Mohamed Salah, kom Liverpool yfir með marki eftir stoðsendingu frá Roberto Firmino á 18. mínútu.

Þannig stóðu leikar þangað til á 26. mínútu. Marcus Rashford átti frábæra sendingu inn fyrir vörn Liverpool sem rataði á Mason Greenwood sem jafnaði metin fyrir Manchester United. Leikar í hálfleik stóðu 1-1.

Marcus Rashford kom Manchester United yfir í leiknum með marki á 48. mínútu eftir stoðsendingu frá Mason Greenwood. Tíu mínútum síðar skoraði Mohamed Salah annað mark sitt og Liverpool og jafnaði metin eftir stoðsendingu frá Firmino. Sigurmark leiksins kom hins vegar á 78. mínútu. Það skoraði varamaðurinn Bruno Fernandes sem tryggði Manchester United 3-2 sigur á nágrönnum sínum og farmiða í 5. umferð enska bikarsins með marki beint úr aukaspyrnu.

Sigurmarkið kom úr umdeildri aukaspyrnu en Edinson Cavani, framherji Manchester United hefur verið sakaður um dýfu. Ekki eru allir sammála um málið. „Hann notar alla sína reynslu og notar líkamann vel, hann kemst fram fyrir varnarmanninn og hné varnarmannsins fer í hann. Þetta er aukaspyrna,“ sagði Alan Shearer um málið eftir leik.

Ian Wright sem var sérfræðingur á BBC með Shearer var ekki sammála. „Hann er byrjaður að fara niður, snerting Fabinho breytir engu. Hann er að fara niður,“ sagði Wright.

Atvikið má sjá hér að neðan.

Newcastle legend Shearer felt that it was the correct decision, saying that Fabinho’s knee went ‘through the back’ of Cavani.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði

Líklegast sem stendur að United og Liverpool hafi ekki erindi sem erfiði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH

Yfirgefur Breiðablik fyrir FH
433Sport
Í gær

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga