fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Þetta er sagður maðurinn á bak við gott gengi Paul Pogba síðustu vikur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 09:12

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulham tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fyrrdag. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Manchester United en leikið var á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Fulham komst yfir strax á 5. mínútu leiksins með marki frá Ademola Lookman sem skoraði eftir stoðsendingu frá André Zambo Anguissa.

Edinson Cavani, jafnaði leikinn fyrir Manchester United á 21. mínútu og stóðu leikar 1-1 í hálfleik. Paul Pogba kom Manchester United yfir með marki á 65. mínútu sem reyndist sigurmark leiksins. Markið sem Pogba skoraði var hans á fjórða á tímabilinu, þrjú af mörkunum hafa komið í deildinni en eitt kom í deildarbikarnum gegn Brighton.

Pogba hefur sjaldan spilað betur fyrir Manchester United en síðustu vikur, eftir að umboðsmaður hans steig fram í desember og sagðir Pogba vilja burt, hefur allt gengið upp.

Franski miðjumaðurinn hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði United og hefur nú skorað sigurmarkið í tveimur af síðustu þremur leikjum.

Ensk blöð fjalla um málið og segja að Darren Fletcher, sem kom aftur til félagsins fyrir þremur mánuðum eigi stóran þátt í góðu gengi Pogba. Fletcher snéri aftur til United fyrir þremur mánuðum en á dögunum var hann settur í þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær.

Fletcher átti góð ár sem leikmaður hjá Manchester United, hann var leikmaður sem Sir Alex Ferguson treysti fyrir öllu.

Fletcher hefur unnið náið með Pogba síðustu vikur og er sagður njóta þess að leiðbeina miðjumönnum félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi

Íslenskir reynsluboltar að störfum á Spáni og í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega

Umboðsmaður Rashford fundaði með tveimur enskum félögum nýlega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á flugvellinum í Dublin eftir ótrúlegt afrek Heimis og félaga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“