fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

FIFA mun ekki sýna neina miskunn – Þátttaka í Ofurdeild leiðir af sér bann frá öðrum keppnum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 18:25

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) ásamt sex öðrum álfusamböndum, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem leikmenn eru varaðir við því að taka þátt í Ofurdeildinni (European Super League) sem er á teikniborðinu.

Samböndin neita að viðurkenna slíka keppni, verði hún sett á laggirnar og allir þeir leikmenn sem taka þátt í slíkri keppni verða bannaðir í keppnum á vegum knattspyrnusambandanna.

„Öll þau félagslið og allir þeir leikmenn sem taka þátt í slíkri keppni, munu ekki fá þátttökurétt í keppnum á vegum FIFA eða álfusambandanna,“  stóð meðal annars í yfirlýsingunni.

Leikmenn sem myndu spila í Ofurdeildinni, væru þá settir í bann á mótum eins og Heimsmeistaramótinu, Evrópumótinu og Meistaradeild Evrópu, svo dæmi séu nefnd.

Ofurdeildin myndi aðeins standa sérvöldum félagsliðum til boða og talið er að keppnin myndi vera mikil ógn við Meistaradeild Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“