fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Breiðablik vill kaupa Davíð – Skoða á sama tíma að selja Mikkelsen

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik reynir að kaupa Davíð Örn Atlason bakvörð Víkinga. Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football í dag.

Davíð hefur verið jafn besti leikmaður Víkinga síðustu ár, Kristján Óli Sigurðsson segir að það væru skynsamlegri kaup að taka Davíð frekar en Jonathan Hendricx sem hefur verið orðaður við félagið.

„Fyrir mér yrðu þetta skynsamlegri kaup en að taka krabbameinið hann Jonathan Hendricx, hann býr til eitraða stemmingu hvert sem hann fer,“ sagði Kristján Óli.

Kristján Óli kvaðst vera með það staðfest að viðræður ættu sér stað. „Á föstudag í síðasta lagi, verður búið að henda bleki á blað.“

Kristján Óli greindi svo frá því að Breiðablik væri að skoða að selja sinn besta sóknarmann, Thomas Mikkelsen. Hann væri dýr kostur og KA hefði áhuga á að kaupa hann.

„KA menn hafa áhuga, hann er dýr og mér skilst að það sé verið að velta steinum hvort þetta sé hagur fyrir félagið að losa þessa fjármuni. Hann sagði sjálfur í frægu viðtali í Danmörku að hann væri að mala gull á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann

PSG og Real bíða og vona að Arsenal nái ekki að semja við sinn besta varnarmann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum