fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Salah blæs á orðróma – „Ég vil vera hér eins lengi og ég get“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, framherji Englandsmeistara Liverpool, hefur blásið á orðróma um að hann vilji fara frá félaginu. Núverandi samningur Salah við Liverpool rennur út sumarið 2023.

Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2, var Salah spurður um framtíð sína hjá Liverpool.

„Ég vil vera hér eins lengi og ég get, en eins og ég hef sagt áður, þá er þetta í höndum félagsins. Ég mun alltaf gefa 100% alveg til síðustu mínútu. Ég er í þessu félagi og vil vinna eins marga titla og ég get,“ “ sagði Salah.

Salah hefur verið orðaður við brottför og sögusagnir hafa verið á kreiki um að Barcelona og Real Madrid vilji fá hann til liðs við sig.

Salah hefur spilað 178 leiki fyrir Liverpool, skorað 111 mörk og gefið 45 stoðsendingar. Þá hefur hann orðið Englands- og Evrópumeistari með liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað