fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Fyrsti sigur Sheffield United á tímabilinu kom í kvöld

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 19:54

Billy Sharp, skoraði eina mark leiksins / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheffield United, tók á móti Newcastle United í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Sheffield United, þetta er fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Leikið var á Bramall Lane í Sheffield.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en hlutirnir tóku stefnu til hins verra fyrir Newcastle United, undir lok hálfleiksins þegar Ryan Fraser fékk að líta tvö gul spjöld og þar með rautt spjald á þremur mínútum. Newcastle þurfti því að leika manni færri.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 72. mínútu. Dæmd var hendi, innan teigs, á Federico Fernandez, varnarmann Newcastle og þar með vítaspyrna fyrir Sheffield. Billy Sharp, tók spyrnuna og skoraði af öryggi framhjá Karl Darlow í marki Newcastle.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og fyrsti sigur Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, staðreynd. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar með 5 stig.

Það hefur gengið erfiðlega hjá Newcastle United að undanförnu. Liðið hefur ekki unnið leik í síðustu sex leikjum sínum og hefur aðeins náð í 2 stig af 18 mögulegum. Newcastle er eftir leik kvöldsins í 15. sæti deildarinnar með 19 stig.

Sheffield United 1 – 0 Newcastle United
1-0 Billy Sharp (’73, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle