fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Þurfti að draga Pogba af vettvangi í gær – Sjáðu atvikið

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. september 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham tók á móti Manchester United á London Stadium í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega en Benrahma kom West Ham yfir þegar hálftími var liðinn af leiknum.

Ronaldo jafnaði metin aðeins fimm mínútum síðar en hann var ansi hættulegur í leiknum og ógnaði mikið. Lokamínúturnar í leiknum voru ótrúlegar en Lingard kom gestunum yfir undir lok leiks með frábæru marki en hann var nýkominn inn á. West Ham fékk vítaspyrnu í uppbótartíma og var Mark Noble skipt inn á til að taka spyrnuna en David de Gea varði spyrnuna og tryggði Manchester United þrjú stig.

Mikill hiti var í leikslok, stuðningsmenn United brostu en stuðningsmenn West Ham voru niðurbrotni.

Stuðningsmenn West Ham létu Paul Pogba heyra það hressilega en franski miðjumaðurinn æsti upp í mannskapnum. Að lokum var það Michael Carrick aðstoðarþjálfari liðsins sem tók Pogba af vettvangi.

Sjón er sögu ríkari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð