fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Pepsi Max deild karla: HK sendi Fylki niður um deild

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 20. september 2021 21:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK tók á móti Stjörnunni í lokaleik 21. umferðarinnar í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Heimamenn þurftu á sigri að halda til að koma sér upp úr fallsæti eftir að ÍA vann Fylki í síðustu umferð.

Það var markalaust í hálfleik og nokkuð dauft yfir þangað til að Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í liði HK þegar að 11 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Birnir var á gulu spjaldi þegar hann féll í teig Garðbæinga og dómari leiksins gaf honum annað gult og þar með rautt spjald fyrir leikaraskap.

Brottreksturinn virtist kveikja aðeins í HK-ingum sem komust yfir fjórum mínútum síðar þegar að Valgeir Valgeirsson hamraði boltann í netið eftir undirbúning Stefan Ljubicic.

Stjarnan ógnaði lítið eftir markið og heimamenn héldu út sigurinn og sendu Fylki þar með niður um deild.

HK og ÍA berjast nú um síðasta örugga sætið í deildinni en HK er í 10. sæti með 20 stig, tveimur stigum fyrir ofan ÍA. HK mætir Breiðablik í lokaumferðinni á meðan að ÍA sækir Keflvíkinga heim.

Lokatölur:

HK 1 – 0 Stjarnan
1-0 Valgeir Valgeirsson (’79 )

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið

Viktor Bjarki formlega upp í aðalliðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Fer frítt frá Liverpool