fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Vill sjá arftaka Guðna skipta Arnari út sem fyrst – ,,Hvað er númerið hjá Heimi Hallgrímssyni?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 10:45

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþáttunum Dr. Football, vill sjá nýjan formann Knattspyrnusambands Íslands ráða Heimi Hallgrímsson til starfa sem landsliðsþjálfara karla á nýjan leik. Þetta sagði hann í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Guðni Bergsson, sem og stjórn KSÍ, sögðu af sér á dögunum. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum sambandið vegna ásakanna um að það taki ekki á ábendingum um meint brot landsliðsmanna og að hylmt væri yfir slíkum málum.

Stjórn KSÍ hefur boðað til aukaþings í byrjun október þar sem ný stjórn til bráðabirgða tekur við. Sú stjórn mun sitja fram í febrúar þegar ársþing sambandsins fer fram, þá verður kosið um nýjan formann og nýja stjórn.

Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari í dag. Undir hans stjórn hefur Ísland aðeins unnið einn leik af fjórum í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fram fer á næsta ári.

Heimir var aðalþjálfari íslenska liðins sem komst á HM 2018. Hann hætti með liðið eftir það mót. Kristján Óli vill sjá nýjan formann KSÍ ráða Heimi til starfa svo möguleiki sé á að íslenska landsliðið verði með á Evrópumótinu 2024, möguleikinn á að komast á HM í Katar sé úr sögunni.

,,Við erum búin að spila fjóra leiki í þessari undankeppni, við erum búin að vinna Lichtenstein. Við höfum ekki átt breik í neinum öðrum leik. Þess vegna spyr ég bara, hvað er númerið hjá Heimi Hallgrímssyni?“

,,HM er dautt. EM 2024 er okkar von og ef við ætlum að fara þangað þá þurfum við að fá Heimi Hallgrímsson ASAP. Guðni Bergsson er farinn úr KSÍ, þar voru ‘conflictar’, þeir gátu ekki unnið saman lengur. Það er búið að hreinsa það, sú gata er greið. Næsti formaður, hans fyrsta verk verður að ‘signa’ Heimi Hallgrímsson beint í landsliðið.“

Arnar Þór Viðarsson.

Ísland tekur á móti Norður-Makedóníu í undankeppni HM í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður að sjálfsögðu fjallað vel um hann hér á 433.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina

Víðir segir þennan misskilning útbreiddan í íslensku samfélagi – Þetta heyrði hann í sjónvarpinu um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína

Rooney telur ótrúlegt að þessi komist ekki í byrjunarlið Amorim og útskýrir skoðun sína
433Sport
Í gær

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?