fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Vill sjá arftaka Guðna skipta Arnari út sem fyrst – ,,Hvað er númerið hjá Heimi Hallgrímssyni?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 10:45

Heimir Hallgrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþáttunum Dr. Football, vill sjá nýjan formann Knattspyrnusambands Íslands ráða Heimi Hallgrímsson til starfa sem landsliðsþjálfara karla á nýjan leik. Þetta sagði hann í nýjasta þætti hlaðvarpsins.

Guðni Bergsson, sem og stjórn KSÍ, sögðu af sér á dögunum. Mikið fjaðrafok hefur verið í kringum sambandið vegna ásakanna um að það taki ekki á ábendingum um meint brot landsliðsmanna og að hylmt væri yfir slíkum málum.

Stjórn KSÍ hefur boðað til aukaþings í byrjun október þar sem ný stjórn til bráðabirgða tekur við. Sú stjórn mun sitja fram í febrúar þegar ársþing sambandsins fer fram, þá verður kosið um nýjan formann og nýja stjórn.

Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari í dag. Undir hans stjórn hefur Ísland aðeins unnið einn leik af fjórum í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Katar sem fram fer á næsta ári.

Heimir var aðalþjálfari íslenska liðins sem komst á HM 2018. Hann hætti með liðið eftir það mót. Kristján Óli vill sjá nýjan formann KSÍ ráða Heimi til starfa svo möguleiki sé á að íslenska landsliðið verði með á Evrópumótinu 2024, möguleikinn á að komast á HM í Katar sé úr sögunni.

,,Við erum búin að spila fjóra leiki í þessari undankeppni, við erum búin að vinna Lichtenstein. Við höfum ekki átt breik í neinum öðrum leik. Þess vegna spyr ég bara, hvað er númerið hjá Heimi Hallgrímssyni?“

,,HM er dautt. EM 2024 er okkar von og ef við ætlum að fara þangað þá þurfum við að fá Heimi Hallgrímsson ASAP. Guðni Bergsson er farinn úr KSÍ, þar voru ‘conflictar’, þeir gátu ekki unnið saman lengur. Það er búið að hreinsa það, sú gata er greið. Næsti formaður, hans fyrsta verk verður að ‘signa’ Heimi Hallgrímsson beint í landsliðið.“

Arnar Þór Viðarsson.

Ísland tekur á móti Norður-Makedóníu í undankeppni HM í dag. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður að sjálfsögðu fjallað vel um hann hér á 433.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur

Rekinn fyrir ellefu mánuðum en Úlfarnir hafa áhuga á honum aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK

Gunnar Heiðar er nýr þjálfari HK
433Sport
Í gær

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Í gær

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik