fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Þetta er sturlaða upphæðin sem eytt hefur verið í brasilísku stjörnuna á fjórum árum í París

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. september 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paris Saint-Germain hefur samtals eytt 489.228.117 milljónum evra í stjörnu liðsins, Neymar, frá því að hann kom til félagsins sumarið 2017. Upphæðin jafngildir tæpum 74 milljörðum íslenskra króna. Spænski miðillinn El Mundo greinir frá þessu.

Hinn 29 ára gamli Neymar var keyptur til PSG frá Barcelona á 222 milljónir evra. Sú upphæð er talin með í ofangreindri heildarsummu. Restin eru launagreiðslur til Brasilíumannsins.

Neymar var ætlað að færa PSG ofar á evrópskum mælikvarða. Hingað til honum þó ekki tekist að hjálpa félaginu að vinna Meistaradeild Evrópu. Parísarliðið komst næst því í sumarið 2020 er það fór alla leið í úrslitaleik keppninnar. Þar hafði Bayern Munchen þó betur.

Möguleiki PSG á því að vinna Meistaradeildina hefur þó líklega aldrei verið meiri en á þessu tímabili.

Í sumar mættu þeir Lionel Messi, Sergio Ramos, Gianluigi Donnarumma, Gini Wijnaldum og Achraf Hakimi allir til félagins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina