Fjölnir tryggði sér sæti í Lengjudeild kvenna í gær með því að sigra Völsung samanlagt 4-3 í tveggja leikja einvígi í úrslitakeppni 2. deildar. Þegar liðsrútan kom aftur í Grafarvoginn seint í gærkvöldi tók á móti þeim flugeldasýning til að fagna góðum árangri.
Eftir að hafa unnið heimaleikinn 2-0 kom það ekki að sök fyrir Fjölni að tapa seinni leiknum á útivelli 3-2 í gær.
Eins og flestir vita er dágóður spotti frá Húsavík og í Grafarvog svo leikmenn Fjölnis komu seint heim í gær. Það stoppaði stuðningsmenn liðsins þó ekki í því að bíða þeirra með flugelda fyrir utan Egilshöll.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af fögnuðinum.
Stelpurnar okkar fengu góðar móttökur seint í gærkvöldi, enda dugaði ekkert minna eftir glæsilegan árangur, til hamingju með þetta stelpur, ÁFRAM FJÖLNIR💛💛@Fjolnir_FC pic.twitter.com/uoSxWRnihu
— Gula Þruman (@gulathruman) September 5, 2021