England leiðir 1-0 gegn Andorra eftir fyrri hálfleik liðanna í undankeppni Heimsmeistaramótsins.
Það var Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, sem gerði markið.
Það vakti athygli margra að eftir að hann skoraði blandaði hann saman sínu hefðbundna fagni og fagni sem Cristiano Ronaldo er frægur fyrir.
Eins og flestir vita gekk Ronaldo í raðir Man Utd á ný frá Juventus á dögunum. Hann mun líklega leika sinn fyrsta leik í tólf ár fyrir félagið gegn Newcastle um næstu helgi.
Hér fyrir neðan má sjá fagn Lingard á Wembley í dag.
Jesse Lingard hit that 🔥 pic.twitter.com/ALcJoRuBdr
— ESPN FC (@ESPNFC) September 5, 2021