fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Forseti Íslands vildi velja sér sætisfélaga á Laugardalsvelli

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 5. september 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var talsverð óreiða á Laugardalsvelli á fimmtudag þegar karlalandslið Íslands mætti Rúmeníu í undankeppni HM. Nokkrum dögum áður hafði Guðni Bergsson formaður KSÍ sagt af sér og stjórnin sömuleiðis.

Guðni og stjórnin stigu til hliðar í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna í knattspyrnu.

Á völlinn var mættur forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson en hann er vanur að sitja með formanni sambandsins og fulltrúum gestaliðsins.

En formaðurinn var hættur og óvíst var hvaða sætisfélagi forseti Íslands fengi sér við hlið.

Guðni vildi vera viss um hvaða plön væru í gangi varðandi sætisfélaga og spurðist fyrir um það. Lét hann í ljós þann vilja sinn að sitja ekki við hlið stjórnarmanna KSÍ sem sóttu leikinn og eru enn starfandi þar til ný stjórn tekur við keflinu. Samkvæmt heimildum DV var stjórnarmönnum nokkuð brugðið.

Miðað við fyrra skipulag hefði Guðni átt að sitja við hlið Borghildar Sigurðardóttur, starfandi formanns, en hún og Gísli Gíslason stýra sambandinu þessa dagana. Gísli var þó fjarverandi á leiknum.

Í svari við fyrirspurn DV um málið segir Sif Gunnarsdóttir forsetaritari. „Varðandi spurningu þína um sætaskipan á landsleik Íslands og Rúmeníu þá er forseti Íslands vanur að sitja við hlið formanns Knattspyrnusambands Íslands og gesta sambandsins að utan. Í ljósi aðstæðna vildi forseti heyra hvaða hugmyndir væru uppi um sætaskipan að þessu sinni og hefði gjarnan viljað sitja við hlið Gísla Gíslasonar, starfandi formanns sambandsins. Þegar forseta varð kunnugt um að Gísli væri erlendis í þágu KSÍ athugaði hann hvort Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, hygðist sækja viðburðinn og gæti þá setið við hlið forseta. Sú var ekki raunin og lagði forseti þá til að hann hefði einungis börn sín sem sessunauta. Í næstu röð sat svo stjórnarfólk KSÍ og saman hvöttu þau öll landslið Íslands til dáða,“ segir Sif í skriflegu svari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni

Barnaperri dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga karlmanni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar