fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Arnar Þór kallar eftir skýrum leikreglum: „Kæra til lögreglu eða eitthvað, ég hef ekkert vit á því“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 4. september 2021 13:23

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands kallar eftir skýrum ramma um það hvernig tekið er á málum sem geta komið upp í framtíðinni í íslensku þjóðfélagi. Arnar segir að ef hann þarf að hringja inn leikmannalista sinn í framtíðinni, þá gangi hann frá borði.

Samkvæmt heimildum DV var það síðdegis á sunnudag sem tekinn var ákvörðun um að Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Sigurjónsson myndu ekki fá að taka þátt í verkefni landsliðsins. Stjórnin var ekki meðvituð um það að degi áður hafði Rúnar dregið sig sjálfur úr verkefninu og látið þjálfara liðsins vita af því.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari við Borgarholtsskóla og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir frá Stígamótum mættu þá á fund með stjórnarfólki KSÍ og ræddu vandamál sambandsins. Fengu þær að sjá leikmannalistann sem Arnar Þór Viðarsson hafði valið. Tjáðu þær stjórnarfólkinu að best væri að banna Kolbeini og Rúnari að mæta í verkefnið, varð stjórnin við þessari ábendingu þeirra og skipaði Arnari að taka þá úr hópnum en Rúnar hafði eins og fyrr segir afboðað komu sína.

Arnar var spurður út í það á fréttamannafundi í dag hvernig hann tæki þessu og hvernig svona mál til framtíðar horfðu við honum.

„Þetta hefur ekkert með nein mál eða neitt mál að gera sem kemur hér á eftir, nú er ég bara að tala um okkur sem þjálfara. Fyrir íþróttir í heild, þá verður að vera til rammi um það hvað þarf að gerast áður en íþróttamenn eða aðrir eru teknir til hliðar,“ sagði Arnar Þór.

Arnar segir að reglur verði að vera skýrar áður en leikmaður eða annar sé tekinn til hliðar. „Það að það sé ekki í boði fyrir þjálfara að velja einhvern, sá rammi þarf að vera til. Kæra til lögreglu eða eitthvað, ég hef ekkert vit á því. Þessi rammi þarf að vera klár, það þarf að vera einhver rammi,“ sagði Arnar.

Arnar segist segja starfi sínu lausu ef hann þarf að hringja inn leikmannalista sinn til stjórnar í hvert skipti. „Við sem þjálfarar, það er ómögulegt fyrir okkur sem þjálfara ef við þurfum að hringja inn nöfn til stjórnar eða hvert sem er. Að fá leyfi til að velja fólk, þá get ég ekki unnið mitt starf. Ef ég get ekki unnið starfið mitt eins og ég vil vinna það, þá þarf að finna annan þjálfara,“ sagði Arnar.

Arnar kallar eftir því að ÍSÍ eða stjórnmálafólk búi þennan ramma til og það sem fyrst. „Það þarf að gera þetta mjög fljótt, það er ekki kannski hjá KSÍ en við þurfum að geta unnið eftir ramma. Það er fyrir ÍSÍ eða stjórnmálamenn að finna þann ramma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála

Semenyo á góðum afslætti í janúar – Stóru félögin á Englandi fylgjast með gangi mála
433Sport
Í gær

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Í gær

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM