Forráðamenn Real Madrid ætlar sér að setja saman lið fullt af stjörnum næsta sumar en félagið hefur verið rólegt á markaðnum undanfarið.
Þannig segja spænskir fjölmiðlar frá því að Florentino Perez forseti Real Madrid vilji þrjár stórstjörnur til félagsins næsta sumar.
Það sem gerir málið áhugavert er að tveir af þeim leikmönnum geta komið frítt, um er að ræða þá Paul Pogba og Kylian Mbappe.
Samningar Pogba og Mbappe við Manchester United og PSG eru á enda næsta sumar og geta þeir því komið frítt til Madrídar. Það er talið næsta víst að Mbappe tekur skrefið.
Þá vill Perez kaupa Erling Haaland frá Borussia Dortmund sem verður til sölu fyrir 70 milljónir punda á næsta ári.
Svona gæti byrjunarlið Real Madrid þá litið út.