Leikmenn Barcelona voru ekkert sérstaklega svekktir yfir brottför Antoine Griezmann frá félaginu eftir óvænt félagsskipti leikmannsins til Atletico Madrid.
Antoine Griezmann var keyptur frá Atlético til Barcelona árið 2019 fyrir rúmar 100 milljónir punda. En vegna fjárhagsvandræða Barcelona átti klúbburinn erfitt með að borga laun kappans og lánaði hann aftur til Atlético á lokadegi félagsskiptagluggans í ár.
Það kemur þó að óvart að leikmenn Barcelona voru nokkuð ánægðir með brottför Griezmann en hann var alls ekki vinsæll í klefanum og var aldrei hluti af hópnum samkvæmt Sport og Football Espana.
Forseti Atletico Madrid hefur þó varað Griezmann við því að stuðningsmenn félagsins muni ekki allir taka vel á móti honum þar sem þeir eru ennþá sárir yfir brottför hans.
„Það eru stuðningsmenn sem eru ekki ánægðir en aðrir eru í skýjunum með endurkomuna. Á endanum er það frammistaðan sem skiptir mestu máli,“ sagði forseti félagsins við Cadena SER.