Gabriel Agbonlahor segist frekar treysta Harry Kane til að skora úr dauðafæri en Cristiano Ronaldo. Þessi ummæli hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og eru margir ósammála.
Agbonlahor og Jamie O´Hara ræddu í talkSPORT hvort betra væri að hafa Harry Kane eða Cristiano Ronaldo í framlínunni.
O´Hara spurði Agbonlahor: „Hvort myndiru frekar vilja hafa Kane eða Ronaldo í bikarúrslitaleik?“
„Ég myndi hafa Kane. Það er enginn betri í að klára færi,“ svaraði Agbonlahor í talkSPORT.
Þessi ummæli vöktu mikla athygli og hafa margir svarað Agbonlahor og gagnrýnt hann á Twitter.
If Ronaldo played for Spurs they'd have won a trophy or three by now… https://t.co/xK2SDNeeCM
— Adam McKola (@AdamMcKola) September 3, 2021
„Já það er rétt, ég man ekki eftir neinum úrslitaleik þar sem Ronaldo hafði áhrif. Kane er þó markamaskína á stærsta sviðinu.“ sagði einn aðdáandi kaldhæðnislega á Twitter.
„Harry Kane hefur tekið þátt í 4 úrslitaleikjum og skorað 0 mörk,“ sagði annar aðdáandi á Twitter.