fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

„Aðeins einu sinni beðið um að skiptast á treyjum og sá mikið eftir því“

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 3. september 2021 21:15

Roy Keane /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane er alls ekki hrifinn af því að skipta á treyjum og sér mikið eftir því þegar hann bað leikmann um það. Var það í fyrsta og eina skipti hans á ferlinum.

Keane hafði lítinn áhuga á því að skiptast á treyjum við leikmenn á ferli sínum, alveg sama hve stór leikmaðurinn var. Í æfingaleik fyrir HM 1994 spilaði Írland gegn Þýskalandi og bað Keane Matthias Sammer um að skiptast á treyjum. Hann segist aðeins hafa gert það til að sýna virðingu en Sammer neitaði.

„Ég hef aðeins einu sinni beðið leikmann um að skiptast á treyjum og ég sá mikið eftir því,“ sagði Keane við Gary Neville í hlaðvarpsþættinum The Overlap.

„Hann var að labba af vellinum og ég vildi bara vera kurteis. Hann sagði nei. Þá var það bara búið, ég ætti ekki að vera að spyrja neinn. Ég var bara að sýna virðingu, það er ekki eins og mig langaði í treyjuna hans.“

Keane viðurkenndi þó í hlaðvarpsþættinum að hann hafi helst hugsað sér að fá treyjuna hans Zidane en ákvað þó að spyrja ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni