Riyad Mahrez og Said Benrahma leikmönnum Alsír var skipað að breyta um klippingu þegar þeir mættu í landsliðsverkefni í vikunni.
Báðir leikmennirnir höfðu verið með aflitað hár í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar, Mahrez leikur með Manchester City en Benrahma með West Ham.
Þegar þeir mættu í landsliðsverkefnið var það skipun frá Djamel Belmadi þjálfara liðsins að þeir mættu í leikinn.
Þjálfarinn telur að leikmenn eigi að vera með „venjulegt“ hár en ekki hárgreiðslu sem vekur athygli.
Leikmennirnir urðu við beiðni þjálfarans og ganga nú báðir um með „venjulega“ hárgreiðslu og eru klárir í slaginn.