fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Ronaldo sló til andstæðings – Var hann heppinn að fá ekki rautt?

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 10:45

Cristiano Ronaldo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlalandslið Portúgal og Írlands áttust við í fótbolta í gærkvöldi. Írar komust yfir í lok fyrri hálfleiks og virtist leikurinn ætla falla þeim í vil þangað til Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði þar með sínu liði sigur. Það varð til þess að hann varð markahæsti landsliðsmaður í fótbolta frá upphafi.

Sumir hafa þó velt því fyrir sér hvort Ronaldo hafi átt að fá rautt spjald fyrr í leiknum. Hann brenndi nefnilega af víti í upphafi leiks, og í kjölfarið sló hann til Dara O‘Shea, leikmanns Írlands. Írinn brást við líkt og högg Ronaldo hafi verið þyngra en það lítur út fyrir að vera.

Svo virðist vera sem dómarinn hafi ekki tekið eftir atvikinu, en áhorfendur létu það ekki fram hjá sér fara, og létu margir þá skoðun sína í ljós að portúgalska knattspyrnustjarnan hefði átt að fá rautt spjald.

Sitt sýnist hverjum, en hér má sjá myndband af atvikinu:

Ronaldo hefur verið mikið í deiglunni síðustu daga, eftir félagsskipi hans til Manchester United, þar sem hann spilaði á árum áður, en einnig vegna gamalla ásakana um kynferðisbrot sem hafa verið dregin fram í sviðsljósið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Í gær

Ronaldo mun fá minna að spila

Ronaldo mun fá minna að spila
433Sport
Í gær

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Í gær

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París