Hákon Arnar Haraldsson var hetja U21 árs landsliðsins í leik gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM sem fram fór í dag.
Hákon byrjaði leikinn á varamannabekknum en á fimmtu mínútu kom hann inn fyrir Brynjólf Willumsson sem meiddist.
Hákon er 17 ára gamall en hann er á mála hjá FCK í Danmörku, hann skoraði fyrra mark sitt á tuttugustu mínútu og það síðara á 54 mínútu.
Hvít-Rússar minnkuðu muninn þegar tuttugu mínútur voru eftir en íslenska liðið stóð vaktina vel í vörninni og uppskar góðan sigur á útivelli.
Hvíta Rússland 1 – 2 Ísland
0-1 Hákon Arnar Haraldsson (’20)
0-2 Hákon Arnar Haraldsson (’54)
1-2 Aleksandr Shestyuk (’70)