Virgil van Dijk fyrirliði hollenska landsliðsins og leikmaður Liverpool meiddist á fingri í leik Hollands og Noregs í undankeppni HM í gær.
Van Dijk fór af velli eftir samstuð við framherjann Erling Braut-Haaland í leik liðanna.
„Ég held ég hafi fingurbrotið Van Dijk í þessum leik,“ sagði Haaland í samtali við fjölmiðla eftir leik.
„Ég veit ekki hvernig það gerðist en hann kom til mín í leiknum, hann sagði bara að ég hafi brotið á honum fingurinn.“
Haaland og Van Dijk höfðu háð rimmu í leiknum en báðir eru á meðal þeirra bestu í heimi. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.