fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fámenn en friðsæl mótmæli í Laugardalnum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. september 2021 17:29

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki var ýkja fjölmennt á mótmælum sem boðað höfðu verið á Laugardalsvelli klukkan 17:00 í dag, þegar mótmælin hófust voru tæplega 20 einstaklingar mættir til að mótmæla.

Mikil gagnrýni hefur á KSÍ vegna ásakana um að sambandið hylmi yfir meint ofbeldis og kynferðisbrot landsliðsmanna. Boðað var til mótmælanna af Bleika fílnum og aðgerðarhópnum Öfga.

Fyrst um sinn voru mótmælin boðuð til þess að mótmæla Guðna Bergssyni, stjórn KSÍ og Klöru Bjartmarz framkvæmdarstjóra og átti að biðja þau um að yfirgefa starf sitt.

Eins og alþjóð veit hafa Guðni og stjórn KSÍ þegar sagt af sér vegna málsins og Klara Bjartmarz hefur verið send í leyfi sem hefur eflaust sefað reiði margra.

„Það virðist sem sumir af þessum mönnum líti svo á að þeir séu ósnertanlegir – við erum hér meðal annars til að minna þá á að svo sé ekki,“ segir Tanja M. Ísfjörð, meðlimur Öfga meðal annars við Fréttablaðið í dag.

Nokkuð var um öryggisgæslu áður en mótmælin hófust en allt fór hins vegar friðsamlega fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina