fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári segir Hannes sáran yfir vali hans og Arnars á byrjunarliðinu – ,,Má alveg líta á sig sem besta markmann í heimi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 18:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli margra landsmanna að sjá Rúnar Alex Rúnarsson í byrjunarliði Íslands í leiknum við Rúmeníu sem fram fer í kvöld. Hannes Þór Halldórsson hefur eignað sér stöðu markvarðar í liðinu með frábærum frammistöðum undanfarin ár. Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í það í viðtali við RÚV fyrir leik hvort að Hannes væri sár með valið.

,,Að sjálfsögðu. Það hefði verið skrýtið ef hann hefði ekki verið það,“ sagði Eiður Smári. ,,Það sýnir bara að hann er með fullan huga við þetta ennþá. Hann sýnir ennþá sinn metnað og má alveg líta á sjálfan sig sem besta markmann í heimi,“ bætti hann við.

Eiður Smári, sem er goðsögn á meðal íslensks knattspyrnuáhugafólks, getur sett sig í spor Hannesar.

,,Ég hef nú lent í því sem leikmaður líka að þjálfarar taki sínar ákvarðanir og maður fá vera fúll, maður má vera sár, maður má vera reiður. En þegar hann kemur inn á völlinn þá þarf hann líka að sýna sinn þroska, sína reynslu við að styðja við bakið á þeim sem eru að spila því þeir eru margir hverjir að spila sinn fyrsta leik.“

Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18:45.

Eiður Smári Guðjohnsen. Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina