Everton reyndi að fá Donny van de Beek á láni frá Manchester United í gær en því tilboði var hafnað samstundis af forráðamönnum United.
Van de Beek kom til United fyrir ári síðan en hollenski miðjumaðurinn hefur varla fengið tækifæri frá þeim tíma.
Þessi 24 ára leikmaður hefur ekki komið við sögu á þessu tímabili en Ole Gunnar Solskjær vill ekki missa hann.
Van de Beek mun taka þátt í æfingaleik fyrir luktum dyrum gegn Stoke í dag en hann vonast eftir tækifæri fyrr en síðar.
Fleiri félög höfðu spurst fyrir um Van de Beek í sumar en ekki haft erindi sem erfiði.