Íslenska karlalandsliðið mætir Rúmeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli á morgun, liðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki og þar á sigri að halda.
Liðið mætir Rúmeníu á fimmtudag, Norður-Makedóníu á sunnudag og Þýskalandi á miðvikudag í næstu viku. Allir þrír leikirnir fara fram á heimavelli.
Ljóst er að íslenska liðið þarf að vinna fyrstu tvo leikina til að eiga möguleika á sæti á HM í Katar árið 2022. Marga lykilmenn vantar í liðið og eru ástæður þess misjafnar.
Arnar Þór Viðarsson þarf að liggja vel og lengi yfir byrjunarliði sínu. Kári Árnason gat ekki tekið þátt í æfingu Íslands í gær og gæti fengið hvíld á morgun.
Hér að neðan er líklegt byrjunarlið að mati 433.is.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Brynjar Ingi Bjarnason
Hjörtur Hermansson
Ari Freyr Skúlason
Jóhann Berg Guðmundsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Birkir Bjarnason
Ísak Bergmann Jóhannesson
Albert Guðmundsson
Viðar Örn Kjartansson