fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Manchester City býður himinnháa upphæð í Grealish

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 13:17

Jack Grealish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur boðið 100 milljónir punda í Jack Grealish, stjörnuleikmann Aston Villa. Þetta kemur fram á Telegraph.

Grealish hefur verið orðaður við Englandsmeistaranna í sumar. Nú er að færast alvara í hlutina.

Hjá Villa hafa menn hingað til verið mjög harðir á að halda leikmanninum hjá sér. Þó greindi Guardian frá því í morgun að erfitt væri fyrir félagið að halda honum ef Grealish sjálfur óskar eftir því að fá að fara til City.

Ásamt Grealish er stjörnuframherji Tottenham, Harry Kane, áfram á óskalista Man City.

Kane er sjálfur talinn tilbúinn til þess að yfirgefa Tottenham. Hann er jafnframt spenntur fyrir því að leika fyrir Man City.

Englandsmeistararnir hafa þegar boðið einu sinni í Kane í sumar. 100 milljóna punda tilboði þeirra var hafnað af Tottenham.

Það er ljóst að lið Man City yrði svakalega erfitt við að eiga næsta vetur ef bæði Kane og Grealish koma til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi