Stjarnan tók á móti Selfossi í 13. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Stjarnan sigraði leikinn 2-1.
Caity Heap kom Selfyssingum yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af leiknum með flottu marki. Þannig stóðu leikar í hálfleik en Stjörnustelpur voru sterkari aðilinn þrátt fyrir að vera marki undir en Selfyssingar voru hættulegar í skyndisóknum.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir jafnaði snemma í seinni hálfleik eftir mistök í vörn Selfyssinga. Úlfa Dís var svo aftur á ferðinni á 79. mínútu þegar hún kom Stjörnunni 2-1 yfr. Ekki komu fleiri mörk í leikinn og 2-1 sigur Stjörnunnar staðreynd.
Þetta þýðir að Stjarnan fer upp í 3. sæti deildarinnar með 19 stig. Selfoss er í 4. sæti með 18 stig.
Stjarnan 2 – 1 Selfoss
0-1 Caity Heap (´15)
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (´53)
2-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (´79)