fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Fyrsta tilboði Man Utd hafnað – Real vill 20 milljónir í viðbót

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 08:46

Raphael Varane. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid hafnaði fyrsta tilboði Manchester United í franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta segir spænski miðillinn AS.

Tilboðið hljóðaði upp á 45 milljónir evra, með 5 milljónum til viðbótar sem gætu bæst við síðar.

Real er sagt vilja nær 70 milljónum evra fyrir þennan 28 ára gamla leikmann. Varane á eitt ár eftir af samningi sínum í spænsku höfuðborginni.

Það er talið að Varane vilji ólmur ganga til liðs við Man Utd. Það sé aðeins undir félögunum komið að ná samkomulagi um kaupverð.

Varane hefur verið hjá Real í áratug. Hann hefur orðið Spánarmeistari með liðinu þrisvar sinnum og Evrópumeistari fjórum sinnum.

Þá var miðvörðurinn einnig í landsliði Frakklands sem varð heimsmeistari árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær

Einn maður tekinn af lífi af stuðningsmönnum eftir hörmungarnar í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki

Neville með tárin í augunum á þungum fundi með starfsfólki
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru

Amorim að vinna í því að leysa vandamálin sem framundan eru
433Sport
Í gær

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United

Mane útskýrir hvers vegna hann hafnaði Manchester United
433Sport
Í gær

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“

Sat í stúkunni í Varsjá og fannst magahöggið alltaf vera á leiðinni – „Mér leið ekki vel“