fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

EM: Spánn og Svíþjóð kláruðu sína leiki og fara áfram í 16-liða úrslit

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 23. júní 2021 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu lauk tveimur leikjum á Evrópumótinu í knattspyrnu. Spánverjar unnu stórsigur á Slóvökum og Svíar sigruðu Pólverja.

Loksins áttu Spánverjar góðan leik á EM er þeir sundurspiluðu Slóvakíu. Morata klúðraði vítaspyrnu snemma leiks en Dubravka skoraði ótrúlegt sjálfsmark á 30. mínútu og eftir það opnuðust flóðgáttir. Laporte skoraði annað markið, Sarabia það þriðja og Torres fjórða markið. Kucka skoraði loks sjálfsmark á 71. mínútu og gulltryggði með því stórsigur Spánverja.

Slóvakía 0 – 5 Spánn
0-1 Dubravka sjálfsmark (´30)
0-2 Laporte (45+3)
0-3 Sarabia (56)
0-4 Torres (67)
0-5 Kucka sjálfsmark (71)

Svíar komust í 2-0 með tveimur mörkum frá Forsberg, það fyrra strax eftir tvær mínútur og annað eftir tæplega klukkutíma leik. Pólverjar áttu ansi mörg góð færi og klúðraði Lewandowski nokkrum dauðafærum. Hann bætti upp fyrir það á 61. mínútu þegar hann minnkaði muninn og svo jafnaði hann leikinn á 84. mínútu. Svíar voru ekki hættir og skoraði Claesson sigurmarkið á lokamínútu uppbótartíma.

Svíþjóð 3 – 2 Pólland
1-0 Forsberg (´2)
2-0 Forsberg (´59)
2-1 Lewandowski (´61)
2-2 Lewandowski (´84)
3-2 Claesson (90+4)

Úrslitin þýða að Svíþjóð endar í 1. sæti með 7 stig og Spánverjar í 2. sæti með 5 stig. Slóvakar sitja í 3. sæti og Pólverjar á botninum með 2 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið

Gerði Chelsea stór mistök í sumar? – Seldu Madueke og eyddu 120 milljónum punda til að fylla skarðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott