fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Svart yfir Kópavoginum – ,,Staðan er grafalvarleg“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 21. júní 2021 19:00

Kórinn, heimavöllur HK. Mynd: Kópavogur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræði HK í Pepsi Max-deild karla voru til umræðu í Dr. Football í gærkvöldi. Lítið hefur gengið upp hjá liðinu á þessari leiktíð.

HK er í ellefta sæti, fallsæti, með aðeins 6 stig eftir níu leiki. Kristján Óli Sigurðsson sagði í þætti Dr. Football að staðan væri alvarleg en Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari liðsins, þyrfti þó ekki að óttast um starf sitt.

,,Hann var að fá framlenginu um einhver nokkur ár um daginn held ég, í vor. Þannig við skulum slaka alveg á. Staðan er grafalvarleg og það þarf ekkert mikið að gerast til þess að þetta verði bara barátta fram í síðasta leik hjá þeim,“ sagði Kristján um stöðu þjálfarans.

HK hefur verið samfleytt í efstu deild síðan 2019. Arnar Sveinn Geirsson, sem einnig var í þættinum, segir liðið verra nú en síðustu tímabil.

,,Það sem mér finnst alvarlegast í þessu er að mér finnst deildin slakari núna en hún hefur verið, fleiri slök lið. Hann er í hópnum þar. Hann var ekki þar síðustu tvö ár. Hann er þar núna. Það er alvarlegt. Þeir eru ekki að taka eitt skref til baka. Þeir eru að taka mörk skref til baka.“ 

Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football frá því í gær. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku

Birtir mynd til að sýna fólki hvernig er komið fram við hann – Huggar sig við 53 milljónir í laun á viku
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga