fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Barcelona verður að selja leikmenn svo þeir geti samið við Messi

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 17. júní 2021 18:20

Sjáum við Messi í búningi Barcelona á ný? GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töf er á nýjum samningi stórstjörnunnar Lionel Messi við Barcelona vegna fjárhagsvandræða félagsins. Joan Laporta, forseti félagsins, segir að félagið þurfi að selja leikmenn áður en þeir geti tryggt framtíð Messi hjá félaginu.

Talið er að Messi verði áfram hjá Barcelona aðeins tólf mánuðum eftir að hann gaf félaginu formlegt bréf og bað um sölu. Flestir telja að Messi ætli að skrifa undir tveggja ára samning.

Laporta segir að klúbburinn verði að virða fjármálareglur UEFA og geti því ekki samið við Messi eins og er.

„Við verðum að fylgja reglunum. Það verða fleiri sölur og lán á leikmönnum okkar,“ sagði Laporta við vefsíðu félagsins.

Barcelona hefur nú þegar samið við Eric Garcia og Sergio Aguero á frjálsri sölu en missti af Gini Wijnaldum sem fór til PSG. Þá er einnig líklegt að félagið semji við Memphis Depay, fyrirliða Lyon, á frjálsri sölu. Talið er að Antoine Griezmann, Philippe Coutinho og Junior Firpo fari frá félaginu í sumar.

Það er algjört forgangsatriði hjá Barcelona að halda Lionel Messi og segir Laporta að það muni ganga eftir.

„Lionel Messi verður áfram á Camp Nou. Hann vill vera áfram og ég tek ekki neitun,“ sagði Laporta.

„Þetta er ekki auðvelt og við ætlum að gera allt sem við getum. Aguero hvetur hann á hverjum degi til þess að skrifa undir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 3 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur