fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Segja að United og Juventus ætli að skiptast á leikmönnum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 16:30

Cristiano Ronaldo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Juventus eru að skoða það að skipta á leikmönnum. The Sun greinir frá. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Paul Pogba og Cristiano Ronaldo en þeir eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir bæði lið.

Báðir tveir eiga aðeins eitt ár eftir af samningum sínum við félögin. Pogba hefur lítið gefið í skyn hver framtíðarplön hans eru en umboðsmaður hans, Mino Raiola, er þekktur fyrir að vera ansi erfiður í samningaviðræðum svo það gæti orðið erfitt fyrir hann að semja um nýjan samning við Manchester United.

Einnig er sagt að Ronaldo vilji frekar ganga til liðs við franska liðið Paris Saint-Germain og að það sé hans helsta ósk. Þar er nú þegar ansi ágæt framlína sem státar af Kylian Mbappe, Neymar og Di Maria en liðið þyrfti líklegast að selja einn af þeim til að gera pláss fyrir Ronaldo.

Ronaldo spilar um þessar mundir með Portúgal á Evrópumótinu en í gangi núna er leikur þeirra gegn Ungverjalandi. Pogba spilar svo seinna í kvöld þegar Frakkar mæta Þjóðverjum. Þeir mætast svo 23. júní á Puskas-vellinum í Ungverjalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni