fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Segja að United og Juventus ætli að skiptast á leikmönnum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 16:30

Cristiano Ronaldo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Juventus eru að skoða það að skipta á leikmönnum. The Sun greinir frá. Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Paul Pogba og Cristiano Ronaldo en þeir eiga það sameiginlegt að hafa spilað fyrir bæði lið.

Báðir tveir eiga aðeins eitt ár eftir af samningum sínum við félögin. Pogba hefur lítið gefið í skyn hver framtíðarplön hans eru en umboðsmaður hans, Mino Raiola, er þekktur fyrir að vera ansi erfiður í samningaviðræðum svo það gæti orðið erfitt fyrir hann að semja um nýjan samning við Manchester United.

Einnig er sagt að Ronaldo vilji frekar ganga til liðs við franska liðið Paris Saint-Germain og að það sé hans helsta ósk. Þar er nú þegar ansi ágæt framlína sem státar af Kylian Mbappe, Neymar og Di Maria en liðið þyrfti líklegast að selja einn af þeim til að gera pláss fyrir Ronaldo.

Ronaldo spilar um þessar mundir með Portúgal á Evrópumótinu en í gangi núna er leikur þeirra gegn Ungverjalandi. Pogba spilar svo seinna í kvöld þegar Frakkar mæta Þjóðverjum. Þeir mætast svo 23. júní á Puskas-vellinum í Ungverjalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“