fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Starf Eiðs Smára hangir á bláþræði vegna myndbands sem er í umferð

Heimir Hannesson
Laugardaginn 12. júní 2021 11:41

mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndskeið af Eiði Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins sem tekið var í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöld hefur farið manna á milli á samfélagsmiðlum í gær og í dag. Á myndbandinu sést Eiður Smári kasta af sér þvagi á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur. Morgunblaðið segir frá málinu á vef sínum í dag.

Málið er til skoðunar hjá Knattspyrnusambandi Íslands samkvæmt vef Morgunblaðsins og er starf Eiðs Smára sagt í hættu.

Á vef Morgunblaðsins segir að Eiður Smári hafi verið í annarlegu ástandi í miðbænum og er Morgunblaðið með myndbandið en birtir það ekki. Sagt er að KSÍ muni setja Eiði Smára tvo kosti, að fara í meðferð eða missa starfið.

Eiður Smári er einn allra besti íþróttamaður í sögu Íslands, ferill hans náði hámarki frá 2000 til 2009 þegar hann var í herbúðum Chelsea og Barcelona. Hann lék 88 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 26 mörk. Eftir að ferlinum lauk fór Eiður í smá pásu frá fótbolta en var ráðinn aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í upphafi árs 2019.

Hann og Arnar Þór náðu frábærum árangri með U21 árs liðið áður en þeir tóku svo saman við A-landsliðinu undir lok síðasta árs. Síðasta sumar var Eiður Smári þjálfari FH en hann sagði starfinu lausu þegar honum bauðst að gerast aðstoðarþjálfari Arnars Þórs hjá U21 árs landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“