fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
433Sport

Aron Einar tjáir sig um brotthvarf Heimis í Katar – „Fjölskyldan er himinlifandi í Katar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. maí 2021 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands verður í fullu fjöri þegar íslenska liðið mætir Mexíkó í æfingaleik á morgun. Aron Einar og Birkir Bjarnason eru einir af fáu lykilmönnum íslenska liðsins sem með er í verkefni.

Aron Einar nálgast landsliðsmet Rúnars Kristinssonar og gæti bætt við þremur leikjum í safn sitt í þessu verkefni en honum vantar tíu leiki til að jafna met Rúnars.

„Mexíkó er mjög gott lið, mjög góðir einstaklingar. Þeir spila góðan fótbolta, þetta verður erfiður leikur gegn þeim. Við erum að reyna nýja hluti, þetta verður áhugaverður leikur. Við erum spenntir fyrir því að spila gegn svona sterku liði,“ sagði Aron Einar á fréttamannafundi í kvöld.

Getty Images

Mikið af ungum mönnum fá tækifæri á morgun og nokkrir úr efstu deild karla á Íslandi, Aron er spenntur fyrir því að sjá þá.

„Fullur tilhlökkunar, gaman að sjá þessa stráka sem eru að koma upp úr U21 liðinu og þá sem eru í Pepsi. Gaman að sjá orkuna sem þeir koma með inn í þetta, óhræddir. Hafa verið virkilega góðir á æfingum, mitt hlutverk breytist kannski ekki þannig. Það þarf að leiðbeina og sýna meira hvað við höfum verið að gera. Þeir eru vanir Arnari og Eiði Smára, þeirra hugmyndafræði. Ég held að við séum að læra af hverjum öðrum bara.“

„Það verður undir þjálfaranum komið hvernig við spilum, það eru nokkrir leikmenn fjarverandi. Mismunandi ástæður fyrir fjarveru þeirra í þessum glugga, leikmennirnir hérna eru ungir sem eru að koma í gegn. Sumir spila á íslandi, þetta er frábært tækifæri fyrir þá að spila fyrir framan tæplega 40 þúsund stuðningsmenn. Fyrir þá er þetta frábært tækifæri til að sanna sig.

„Við höfum ekki kafað ofan í lið Mexíkó, þetta er ekki leikirnir þar sem við skoðum andstæðinga okkar. Við erum að reyna að setja saman lið, við erum að læra inn á hugmyndir þjálfarans. Við höfum ekki farið djúp í Mexíkó, ég hef spilað gegn Hector Moreno nokkrum sinnum í Katar, hann er góður á boltann og er mjög rólegur.

Aron Einar verður áfram hjá Al-Arabi í Katar en hann á ár eftir af samningi sínum. Heimir Hallgrímsson er hins vegar hættur sem þjálfari liðsins og sömuleiðis Freyr Alexandersson og Bjarki Ólafsson aðstoðarmenn hans.

„Ég vann mér inn auka ár, það var klásúla í samningum um að ég myndi framlengja um eitt ár ef ég spilaði 60 prósent leikja. Ég gerði það vissulega, það er skrýtið að Heimir, Freyr og Bjarki séu farnir,“ sagði Heimir.

Fjölskylda Arons elskar lífið í Katar og hann verður þar áfram. „Ég vissulega vanur því að breyta um þjálfara, þetta verður að koma í ljós hvaða þjálfari tekur við. Okkur líður vel þarna og fjölskyldan er himinlifandi með Katar, það er það sem skiptir máli eins og er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

116 smit í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Van Gaal tekinn við Hollendingum enn á ný

Van Gaal tekinn við Hollendingum enn á ný
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Framtíð Mbappe enn í óvissu – Ekki með um helgina

Framtíð Mbappe enn í óvissu – Ekki með um helgina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pepsi-Max deild karla: Markalaust jafntefli í Lautinni

Pepsi-Max deild karla: Markalaust jafntefli í Lautinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru 10 bestu djúpu miðjumenn í heimi – Sjáðu listann

Þetta eru 10 bestu djúpu miðjumenn í heimi – Sjáðu listann
433Sport
Í gær

Breiðablik fær ekki að spila á heimavelli og Óskar skýtur á bæinn – ,,Sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu“

Breiðablik fær ekki að spila á heimavelli og Óskar skýtur á bæinn – ,,Sorglegt að Kópavogsbær geti ekki staðið þannig að málum að hægt sé að spila svona leiki í bæjarfélaginu“
433Sport
Í gær

Fylkir sótti danskan sóknarmann

Fylkir sótti danskan sóknarmann