fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Allir voru grunlausir um uppsögn Rúnars – Allt var í blóma í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú staðreynd að Rúnar Páll Sigmundsson hafi sagt upp störfum sem þjálfari Stjörnunnar kom leikmönnum félagsins í opna skjöldu. Þetta segja heimildarmenn 433.is. Tíðindin komu leikmönnum í opna skjöldu.

Rúnar sagði mjög óvænt upp starfi fyrr í dag og sendi Stjarnan frá sér tilkynningu þess efnis. Rúnar stýrði liðinu í átta ár.

Leikmenn Stjörnunnar voru steinhissa þegar fréttirnar fóru að berast, Rúnar stýrði æfingu liðsins í gær og virtist allt vera í blóma.

Rúnar tók við Stjörnunni árið 2013 og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2014 og bikarmeisturum árið 2018. Leikmannahópur Stjörnunnar átti ekki von á uppsögn frá honum eftir einn leik í Íslandsmóti.

Rúnar hefur síðustu tvö ár verið að reyna að fá nýja rödd inn í þjálfarateymið, Ólafur Jóhannesson stýrði liðinu með honum á síðasta ári en sagði upp. Samkvæmt heimildum hafði Ólafi verið lofað að stýra liðinu einn í ár en af því varð ekki, hann sagði því upp.

Stjarnan réð þá Þorvald Örlygsson til að stýra liðinu með Rúnari í ár en eftir jafntefli gegn Leikni í fyrstu umferð sagði Rúnar starfi sínu lausu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton