fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Fastir pennarSport

Ég nenni ekki að heyra þessa afsökun aftur í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. maí 2021 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill:

Efsta deild karla í knattspyrnu fór af stað um liðna helgi, engin flugeldasýning í fyrstu umferð og aðeins fjórum liðum af tólf tókst að koma boltanum í netið í þessari fyrstu umferð. Sjö mörk voru skoruð en tveir leikir enduðu með markalausu jafntefli. Ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en þetta var ekki COVID að kenna.

Fyrir þessa fyrstu umferð beið ég eftir því að einhver af þjálfurum liðanna myndi grípa í COVID afsökun þegar rætt var um spilamennsku liðsins, hið minnsta tveir þjálfarar gripu upp COVID kortið og veifuðu því.

Leikþáttur sem allir sjá í gegnum, ekkert lið fyrir utan eitt í efstu deild hefur rétt á að nota þessa afsökun. Því eins og allir í fótboltaheiminum vita æfðu flest öll lið af krafti á meðan COVID pásan síðasta var í gangi. Menn beygðu og brutu reglurnar enda var þegjandi samkomulag um að það væri í lagi.

Takmarkanir voru á æfingum liðanna í þrjár vikur en skilaboðin frá yfirvöldum voru þau að það þyrfti ekki endilega að fara eftir þeim öllum. Fyrir því hef ég öruggar heimildir, liðin æfðu því flest á eðlilegan máta.

Það voru því vonbrigði að sjá tvo þjálfara grípa í COVID kortið í fyrstu umferð, þessi pása hafði engin áhrif á æfingar liðanna og allir leikmenn ættu að vera í sínu besta standi.

Ég vona að þjálfara liðanna hafi vit á því að nota ekki COVID kortið aftur, ég nenni ekki að hlusta á þá afsökun aftur í sumar. Hún á ekki við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi

Mike Dean opnar á umræðu um eitt frægasta augnablik enska boltans – Dómarateymið sá í hvað stefndi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því