fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Gríðarlega mikilvægur sigur West Ham í Meistaradeildarbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Burnley tók á móti West Ham í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leiknum lauk með 1-2 sigri West Ham. Með sigrinum tryggði liðið sér mikilvæg stig í Meistaradeildarbaráttunni.

Heimamenn komust yfir á 19. mínútu úr vítaspyrnu sem Chris Wood tók eftir nokkuð rólega byrjun. Þá kviknaði á leikmönnum West Ham og jöfnuðu þeir leikinn þremur mínútum síðar með marki frá Antonio. Antonio var aftur á ferðinni átta mínútum síðar og kom gestunum yfir. Leikmenn West Ham sóttu mikið í seinni hálfleik og stjórnuðu ferðinni. Það komu þó ekki fleiri mörk í leikinn og sanngjarn sigur West Ham staðreynd.

Með sigrinum komst West Ham í 5. sæti deildarinnar og eru aðeins þremur stigum frá Chelsea í Meistaradeildarsæti. Burnley er í 16. sæti deildarinnar, níu stigum frá falli.

Burnley 1 – 2 West Ham
1-0 Wood (´19)
1-1 Antonio (´21)
1-2 Antonio (´29)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Í gær

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 2 dögum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð