fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Enginn rætt við Salah um nýjan samning

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah, stjörnuleikmaður Liverpool, hefur greint frá því í viðtali við Sky Sports að hann hafi ekkert rætt við félagið um framlengingu á samningi sínum.

Samningur Egyptans rennur út sumarið 2023. Hann hefur margoft verið orðaður í burtu frá félaginu, til dæmis til Barcelona og Real Madrid.

,,Enginn hefur talað við mig svo ég veit ekki,“ sagði Salah sem hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina frá því að hann kom til Liverpool árið 2017.

,,Ég hef sagt það áður að mig langi til þess að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina aftur. Það er frábært að vinna. Ég er bara að reyna að vinna aftur of aftur, það er partur af vinnu okkar. “ 

Fyrr á árinu sagði Salah að hann væri hundrað prósent viljugur til þess að vera áfram hjá Liverpool. Hann hefur þó áður gefið í skyn að hann hefði áhuga á því að spila á Spáni.

Frá því að Salah kom til Liverpool frá Roma árið 2017 hefur hann verið magnaður, skorað 123 mörk í 198 leikjum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United

Stefnir allt í að Baleba fari ekki til United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi

Chelsea móðgað eftir tilboð frá Þýskalandi
433Sport
Í gær

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“

Bruno opnar sig um allar sögusagnirnar: Ræddi við forsetann – ,,Ég veit hversu erfitt það var fyrir þá að hafna boðinu“
433Sport
Í gær

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“

Alls ekki ánægður með eigin yfirmenn: ,,Bjóst ég við þessu? Auðvitað ekki“