

Efsta deild karla hefst í dag þegar Valur og ÍA spila fyrsta leik sumarsins, deildin hefst viku á eftir áætlun vegna kórónuveirunnar.
Ljóst er að deildin gæti orðið meira spennandi en oft áður, mörg lið ætla sér að berjast um þann stóra og því fylgir bæði gleði og sorg þegar talið verður upp úr pokanum í haust.
Sérfræðingar 433.is hafa tekið saman tíu leikmenn sem munu í lok móts eiga möguleika á því að vera kjörinn leikmaður ársins.

Patrick Pedersen – Valur

Kristinn Freyr Sigurðsson – Valur

Hannes Þór Halldórsson – Valur

Thomas Mikkelsen – Breiðablik

Viktor Karl Einarsson – Breiðablik

Óskar Örn Hauksson – KR

Steven Lennon – FH

Matthías Vilhjálmsson – FH

Eggert Gunnþór Jónsson – FH

Hilmar Árni Halldórsson – Stjarnan