fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Fagnar því að Jón Dagur hafi verið reiður í Danmörku um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 15:00

Jón Dagur Þorsteinsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson kantmaður AGF í Danmörku vakti athygli um helgina þegar hann rauk af velli þegar David Nielsen þjálfari tók hann af velli.

AGF gerði 2-2 jafntefli við Bröndby í deild þeirra bestu í Danmörku í gær, Jón Dagur var í byrjunarliði AGF en var kippt af velli eftir tæpa klukkustund.

Kantmaðurinn knái var verulega óhress með þá ákvörðun Nielsen og rauk beint inn í klefa, hefð er fyrir því að menn setjist á bekkinn og horfi á restina af leiknum.

„Það er frábært að leikmenn séu reiðir þegar ég kippi þeim af velli, það bara gæti ekki verið betra,“ sagði Nielsen að leik loknum.

„Ég tel að hann hafi verið reiður yfir skiptingunni, ég sé hann bara rjúka inn.“

Jón Dagur hefur verið viðloðandi íslenska A-landsliðið undanfarin misseri en margir spá því að hann fái stórt hlutverk á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“

Uppákoma á árinu situr í Kristjáni – „Það er óafsakanlegt fyrir þjóð, við erum sjálfstætt ríki“
433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við