fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Fagnar því að Jón Dagur hafi verið reiður í Danmörku um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 15:00

Jón Dagur Þorsteinsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Dagur Þorsteinsson kantmaður AGF í Danmörku vakti athygli um helgina þegar hann rauk af velli þegar David Nielsen þjálfari tók hann af velli.

AGF gerði 2-2 jafntefli við Bröndby í deild þeirra bestu í Danmörku í gær, Jón Dagur var í byrjunarliði AGF en var kippt af velli eftir tæpa klukkustund.

Kantmaðurinn knái var verulega óhress með þá ákvörðun Nielsen og rauk beint inn í klefa, hefð er fyrir því að menn setjist á bekkinn og horfi á restina af leiknum.

„Það er frábært að leikmenn séu reiðir þegar ég kippi þeim af velli, það bara gæti ekki verið betra,“ sagði Nielsen að leik loknum.

„Ég tel að hann hafi verið reiður yfir skiptingunni, ég sé hann bara rjúka inn.“

Jón Dagur hefur verið viðloðandi íslenska A-landsliðið undanfarin misseri en margir spá því að hann fái stórt hlutverk á næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Fabregas vorkennir Alonso
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi
433Sport
Í gær

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“