fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Bellingham til Englands í sumar? – Stjarnfræðilegt tilboð talið vera í kortunum

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 18:00

Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham, 17 ára miðjumaður Borussia Dortmund, er á óskalista Chelsea fyrir sumarið. Þó nokkrir erlendir miðlar skrifa um hugsanleg skipti leikmannsins.

Bellingham hefur verið frábær fyrir Dortmund upp á síðkastið. Hann skoraði til að mynda gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Þá hefur hann nú þegar leikið tvo A-landsleiki fyrir England, þrátt fyrir ungan aldur.

Chelsea er talið ætla að bjóða Dortmund 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Jafnframt gæti áhugi liðsins á Bellingham þýtt að það muni ekki reyna að fá Declan Rice, miðjumann West Ham. Sá síðarnefndi hefur reglulega verið orðaður við bláliða í töluverðan tíma.

Liverpool ku einnig fylgjast með gangi mála hjá Bellingham. Áhugi Chelsea er þó talinn vera meiri.

Dortmund keypti Bellingham frá Birmingham á 25 milljónir punda í fyrra. Líklegt er að þeir muni gera allt í sínu valdi til að halda leikmanninum hjá sér. Það gæti þó verið erfitt fyrir liðið að hafna himinnháu tilboði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið