Rússar voru agndofa yfir tilþrifum Arnórs Sigurðsonar á mánudag þegar Arnór var í byrjunarliði síns liðs, CSKA Moskvu, sem lagði Rodor Volgograd í rússnessku úrvalsdeildinni. Hann lagði upp mark í leiknum.
CSKA vann leikinn 2-0. Arnór lagði upp fyrra mark liðsins en það kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Hörður Björgvin Magnússon, sem er einnig á mála hjá CSKA, gat ekki spilað í dag þar sem hann er meiddur á hásin og verður frá í nokkra mánuði.
Lið þeirra er í fjórða sæti deildarinnar með 46 stig. Spartak og Lokomotiv Moskva hafa einu stigi meira í sætunum fyrir ofan þegar fimm umferðir eru eftir. Annað sætið veitir þátttökurétt í Meistaradeildinni svo það er að miklu að keppa.
Arnór var valinn í lið umferðarinnar en hann hefur verið að fá fleiri tækifæri síðustu vikur eftir að hafa upplifað erfiða tíma og mikla bekkjarsetu.
Tilþrif Arnórs sem rædd eru á kaffistofum í Rússlandi þessa dagana má sjá hér að neðan.
Arnor Sigurdsson (@arnorsigurdsson) had an assist & was in the team of the week by @WhoScored when @PFCCSKA_en won last weekend 🇮🇸👌⭐️ pic.twitter.com/Tdfc1skUxB
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) April 13, 2021