fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Kórdrengir klófesta þrjá breska leikmenn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 14:02

Drengirnir þrír.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórdrengir hafa samið við þrjá breska leikmenn sem nú þegar eru komnir til landsins og eru í sóttkví. Félagið er gríðarlega ánægt með þessa viðbót í okkar annars sterka leikmannahóp.

Af vef Kórdrengja kemur eftirfarandi fram.

𝗡𝗮𝘁𝗵𝗮𝗻 𝗗𝗮𝗹𝗲
Nathan Dale er 21 árs örfættur miðvörður. Hann er uppalinn hjá Middlesborough frá unga aldri og lék þar við góðan orðstír. Meðal annars var hann fastamaður í U23 liði Boro og æfði reglulega með aðaliðinu þegar Jonathan Woodgate var þar í brúnni. Eftir að Woodgate fór gékk Dale til liðs við Gateshead en vegna Covid-19 fór það tímabil aldrei af stað og opnaðist því möguleikinn á að hann gengi til liðs við okkur Kórdrengi. Nathan er virkilega góður á boltann og getur spilað sem miðvörður, vinstri bakvörður og djúpur miðjumaður.

𝗖𝗼𝗻𝗻𝗲𝗿 𝗥𝗲𝗻𝗻𝗶𝘀𝗼𝗻
Conner Rennison er 18 ára gamall vinnusamur miðjumaður sem hefur gott auga fyrir sendingum og mörkum. Hann útskrifaðist úr Hartlepool United akademíunni og höfðu mörg félög í efstu deild á Englandi mikinn áhuga á honum. Því miður sleit hann krossband sem hægði á uppgangi ferilsins. Conner hefur nú náð fullum bata og er ákveðinn að vinna upp tapaðan tíma og standa sig vel hér í Lengjudeildinni með Kórdrengjum.

𝗖𝗼𝗻𝗻𝗼𝗿 𝗦𝗶𝗺𝗽𝘀𝗼𝗻
Connor Simpson er 21 árs kraftmikill framherji og heilir 196 cm á hæð. Ferillinn fór á flug þegar hann skoraði frábært skallamark í sínum fyrsta leik Fyrir Hartlepool United. Það skilaði sér örfáum vikum síðar í stórum félagaskiptum til Preston North End sem spilar í Championship deildinni á Englandi. Þar var Connor í tvö og hálft ár en fékk því miður fá tækifæri með aðalliðinu. Hann var sendur nokkrum sinnum sem lánsmaður frá Preston í neðri deildir á Englandi og endaði svo á Írlandi hjá Cork City en þar staldraði hann einungus við í stuttan tíma.

Connor hefur undanfarið verið að æfa með Norwich city og Sunderland en hefur ákveðið að flytja til Íslands eftir gott spjall við Davíð Smára og Heiðar Helguson. Tvíeykinu tókst að sannfæra hann um að þetta væri flott skref að taka fyrir hans feril. Velgengni Kórdrengja síðustu ár spilaði stórt hlutverk í ákvörðun hans að koma til landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“