fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433Sport

Enginn Gylfi í Íslendingaslagnum

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 13. mars 2021 19:43

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton og Burnley mættust í dag á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en Gylfi Þór Sigurðsson sat á varamannabekk Everton.

Burnley-menn komust yfir á þrettándu mínútu leiks með marki frá Chris Wood eftir hræðileg mistök Tom Davies á miðju Everton. Dwight McNeil tvöfaldaði síðan forskot gestanna með frábæru marki. Dominic Calver-Lewin minnkaði muninn á 32. mínútu og stóðu leikar 2-1 fyrir Burnley í hálfleik. Stuttu áður en flautað var til hálfleiks fór Jordan Pickford, markvörður Everton, meiddur af velli og kom hinn ungi Joao Virginia inn á í hans stað.

Jóhann Berg var tekinn útaf á 66. mínútu en Gylfi kom ekkert inn á í leiknum og því fengum við ekki að sjá þá félagana kljást.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og fagna Burnley sterkum þremur stigum. Þeir koma sér fjær fallsæti og eru nú með 33 stig í fimmtánda sæti en Everton eru í því sjötta með 46 stig. Þeir hefðu getað lyft sér upp í fimmta sæti deildarinnar, sem gefur þeim sæti í Evrópudeildinni, en ekkert varð úr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun