fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Allt hrundi hjá Fulham í seinni hálfleik

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 13. mars 2021 22:07

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulham-menn fengu topplið Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester City vann auðveldan 5-2 sigur á Southampton í seinustu umferð á meðan Fulham lagði óvænt Englandsmeistarana í Liverpool.

Það voru ekki mörg færi í leiknum og vörðust heimamenn í Fulham mjög vel. Það var þó snemma í seinni hálfleik sem Joao Cancelo tók aukaspyrnu sem rataði á John Stones sem skoraði auðveldlega framhjá Areola í marki Fulham.

Gabriel Jesus skoraði síðan sprellimark á 56. mínútu þegar Joakim Andersen ætlaði að tækla boltann í burtu en setti hann beint í Ivan Cavaleiro liðsfélaga sinn og fór boltinn af honum og á Gabriel Jesus sem var sloppinn einn í gegn. Restin var nokkuð einföld fyrir hann og skoraði hann annað mark City.

Á 60. mínútu gulltryggði Aguero síðan 3-0 sigur Man City með marki úr vítaspyrnu eftir að Tosin Adarabioyo braut Ferran Torres innan vítateigs Fulham.

City-menn auka forskot sitt á toppnum í 17 stig en Manchester United eiga samt sem áður tvo leiki til góða á þá og geta minnkað muninn niður í ellefu stig. Fulham eru í 18. sæti með 26 stig og þurfa þeir aldeilis að spýta í lófana ætli þeir sér að bjarga sér frá falli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok