fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Leikir dagsins – Taplaus Tuchel fær útivallarmeistara United í heimsókn

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 11:39

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm leikir eru á dagskránni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klukkan 12 mætast Crystal Palace og Fulham, sem og Leicester og Arsenal. Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í hóp hjá Arsenal mönnum í dag.

Klukkan 14 fá Tottenham-menn Jóa Berg og Burnley-menn í heimsókn. Jói er búinn að vera að gera góða hluti með Burnely og hefur skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni.

Stórleikur umferðarinnar er á Stamford Bridge en Chelsea fá Manchester United í heimsókn. Chelsea á enn eftir að tapa leik undir stjórn Thomas Tuchel en United hefur ekki tapað leik á útivelli síðan í febrúar á síðasta ári. Þeir hafa spilað 19 útileiki í röð án taps og því er von á hörkuleik.

Vængbrotnir Liverpool-menn heimsækja Sheffield United í lokaleik dagsins klukkan 19:15. Sheffield er á botni deildarinnar með 11 stig en Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum. Það er mikilvægt fyrir Jurgen Klopp að sigra þennan leik en sumir eru farnir að kalla eftir því að fá nýjan þjálfara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina