fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Arnór og Hörður Björgvin í byrjunarliði CSKA – Andri Fannar ekki í hóp

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskva í rússnesku úrvalsdeildinni í dag þar sem þeir heimsóttu granna sína í Lokomotiv Moskva.

Lokomotiv-menn byrjuðu leikinn af krafti og skoraði Hvít-Rússinn Vitali Lisakovich eftir aðeins sex mínútna leik. Á 41. mínútu tvöfaldaði síðan Grzegorz Krychowiak, fyrrum leikmaður PSG, forystu Lokomotiv. Arnór var tekinn útaf í hálfleik og ekki urðu mörk leiksins fleiri.

Jón Daði Böðvarsson fékk stuttar 5 mínútur með Millwall í tapleik gegn Barnsley í dag. Eftir sex mínútna leik var staðan orðin 1-1 en Cauley Woodrow skoraði fyrir Barnsley og Mason Bennett fyrir Millwall. Michail Helik skoraði síðan sigurmark Barnsley á 59. mínútu. 2-1 tap niðurstaðan.

Andri Fannar Baldursson var ekki í hóp hjá ítalska liðinu Bologna þegar þeir unnu 2-0 sigur gegn Lazio og Böðvar Böðvarsson var heldur ekki í hóp hjá pólska liðinu Jagiellonia Bialystok þegar þeir töpuðu gegn Piast Gliwice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina