fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Foreldrarnir vildu gleðja son sinn – Endaði með fána hryðjuverkasamtaka á veggnum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 08:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur stuðningsmaður Arsenal endaði með fána Al Qaeda á veggnum heima hjá sér en ekki fána Arsenal eins og foreldrar hans höfðu vonast til.

Umræddur fáni hefur vakið gríðarlega athygli en foreldrar drengsins höfðu keypt fánann í Walmart, ungi drengurinn er harður stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum.

Á fánanum er vissulega merki Arsenal þar sem fallbyssan nýtur sín vel en þar stendur ekki Arsenal heldur Al Qaeda.

Al Qaeda eru hryðjuverkasamtök sem Osama Bin Laden stjórnaði en samtökin hafa, samtökin taka virkan þátt í hryðjuverkum enn í dag þrátt fyrir andlát Bin Laden.

„Foreldrar mínir töldu sig vera að kaupa Arsenal fána fyrir bróðir minn,“ er skrifað við myndina sem hefur vakið mikla athygli á veraldarvefnum.

Það sem gerir málið áhugaverðara er að Bin Laden var harður stuðningsmaður Arsenal og mætti meðal annars á leiki félagsins árið 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils

Tíu bestu í Bestu í upphafi tímabils
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“