fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Meðvitaður um ógnina sem steðjar af Luis Suarez – „Hann er með sérstakt hugarfar“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea er meðvitaður um gæðin sem Luis Suarez, sóknarmaður Atletico Madrid hefur. Chelsea mætir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Chelsea hefur gengið vel síðan að Tuchel tók við stjórnartaumunum á Stamford Bridge eftir að Frank Lampard var rekinn. Liðið er ósigrað í öllum sjö leikjum sínum undir stjórn Þjóðverjans.

Tuchel veit þó að Atletico Madrid er verðugur andstæðingur, liðið er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

„Þetta er stór prófraun fyrir okkur. Þetta félag er með mikla reynslu í þessari keppni og er með reynslumikinn knattspyrnustjóra. Vonandi mun þetta draga fram það besta í okkur,“ sagði Thomas Tuchel á fréttamannafundi fyrir leikinn.

Luis Suarez hefur verið magnaður fyrir Atletico Madrid síðan að hann kom til liðsins frá Barcelona fyrir tímabilið. Hann er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar ásamt Lionel Messi.

„Hann er fæddur framherji. Hann er með sérstakt hugarfar sem framherjar hafa aðeins. Hugarfar þar sem vilji hans, áræðni og reiði til að skora blómstra, hann er aldrei sáttur,“ sagði Tuchel um Luis Suarez.

Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Í gær

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool