fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Meðvitaður um ógnina sem steðjar af Luis Suarez – „Hann er með sérstakt hugarfar“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea er meðvitaður um gæðin sem Luis Suarez, sóknarmaður Atletico Madrid hefur. Chelsea mætir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Chelsea hefur gengið vel síðan að Tuchel tók við stjórnartaumunum á Stamford Bridge eftir að Frank Lampard var rekinn. Liðið er ósigrað í öllum sjö leikjum sínum undir stjórn Þjóðverjans.

Tuchel veit þó að Atletico Madrid er verðugur andstæðingur, liðið er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.

„Þetta er stór prófraun fyrir okkur. Þetta félag er með mikla reynslu í þessari keppni og er með reynslumikinn knattspyrnustjóra. Vonandi mun þetta draga fram það besta í okkur,“ sagði Thomas Tuchel á fréttamannafundi fyrir leikinn.

Luis Suarez hefur verið magnaður fyrir Atletico Madrid síðan að hann kom til liðsins frá Barcelona fyrir tímabilið. Hann er markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar ásamt Lionel Messi.

„Hann er fæddur framherji. Hann er með sérstakt hugarfar sem framherjar hafa aðeins. Hugarfar þar sem vilji hans, áræðni og reiði til að skora blómstra, hann er aldrei sáttur,“ sagði Tuchel um Luis Suarez.

Leikur Atletico Madrid og Chelsea hefst klukkan 20.00 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð

Strax búinn að bæta markamet sitt frá síðustu leiktíð
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar
433Sport
Í gær

Amorim áfram án lykilmanna

Amorim áfram án lykilmanna